mán 27. apríl 2015 19:09
Ívan Guðjón Baldursson
Svíþjóð: Arnór gerði tvö - Gautaborg á toppinn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Arnór Ingvi Traustason lék allan leikinn og skoraði tvö mörk á vinstri kantinum hjá Norrköping sem lagði Gefle örugglega af velli í efstu deild sænska boltans í dag.

Guðlaugur Victor Pálsson lék þá allan leikinn í liði Helsingborg sem tapaði fyrir Gautaborg þar sem Hjálmar Jónsson sat á bekknum í liði heimamanna.

Gautaborg er á toppi sænsku deildarinnar eftir fimm umferðir á meðan Norrköping og Helsingborg eru um miðja deild með sjö og átta stig.

Norrköping 4 - 1 Gefle
1-0 C. Nyman ('6)
2-0 Arnór Ingvi Traustason ('13)
3-0 Arnór Ingvi Traustason ('40)
4-0 C. Nyman ('45)
4-1 J. Oremo ('60)

Göteborg 3 - 1 Helsingborg
1-0 L. Vibe ('6)
2-0 S. Eriksson ('18, víti)
3-0 T. Pettersson ('58)
3-1 R. Simovic ('89)
Athugasemdir
banner
banner
banner