Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   mán 27. apríl 2015 16:00
Fótbolti.net
Godsamskipti
Harry Kane var valinn besti ungi leikmaðurinn í ensku úrvalsdeildinni.
Harry Kane var valinn besti ungi leikmaðurinn í ensku úrvalsdeildinni.
Mynd: Twitter
Hér að neðan má sjá brot af boltaumræðunni á samskiptasíðunni Twitter í boði Vodafone. Með því að fylgja Fótbolta.net á Twitter færðu fréttaveitu þar sem inn rúlla nýjustu fréttirnar úr boltanum. Notið kassamerkið #fotboltinet fyrir boltaumræðuna á Twitter!

Heimasvæði Fótbolta.net á Twitter er á @Fotboltinet



Jóhann Ólafur Sigurðsson, Sportbloggið
Barry Smith, fyrrum leikmaður Vals, er tekinn við Aldershot Town sem leikur í úrvalsdeild utandeilda. #fotboltinet

Orri Freyr Rúnarsson, X-ið
Verður @66north ekki með Pepsideildar tilboð á Kraftgöllum áður en að deildin byrjar? Nenni engum kalblettum #fotbolti #lægðin

Kristján Steinn Magnússon, Þróttur Vogum
Getur einhver útskýrt fyrir mér af hverju markmaður má keyra á sóknarmann eins og lest án þess að vera brotlegur? #ArsChe #fotboltinet

Frímann Viðarsson, fótboltaáhugamaður
Það er komnir 85 dagar síðan Falcao náði skoti á rammann fyrir MU hann hefur þénað €3.000.000 á meðan í laun.
#fotboltinet #enski365

Hallbera Gísladottir, Breiðablik
Þetta veður er að gera góð hluti fyrir okkur námsmennina sem eru í VORprófum!

Rögnvaldur Már Helgason, RÚV
Fyrstu tveir leikir Stjörnunnar í Pepsi eru útileikir. Væri ekki nær að hafa fyrsta leik Stjörnunnar alltaf á eina vellinum sem er sígrænn?

Opta Joe, tölfræðisíða
13 - Simon Mignolet hefur haldið oftast hreinu í ensku úrvalsdeildinni í vetur ásamt Fraser Forster.

Rio Ferdinand, QPR
Úrvalslið tímabilsins hjá mér. (433): De Gea, Clyne, Terry, Fonte, Bertrand, Matic, Fabregas, Hazard, Cazorla, Sanchez, Kane









Athugasemdir
banner