Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mán 27. apríl 2015 16:30
Magnús Már Einarsson
Úr Fjölni í New York Red Bulls (Staðfest)
Tsonis í leik með Fjölni í fyrra.
Tsonis í leik með Fjölni í fyrra.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Christopher Tsonis, fyrrum framherji Tindastóls og Fjölnis, hefur samið við New York Red Bulls.

Tsonis leikur með varaliði félagsins í United Soccer League sem er næstefsta deildin í Bandaríkjunum á eftir MLS deildinni.

Hinn 24 ára gamli Tsonis spilaði með Tindastóli í 1. deildinni árið 2013 og í fyrra var hann á mála hjá Fjölni.

„Ég spilaði stóra leiki. Það eru mjög góð lið á Íslandi sem taka þátt í Meistaradeildinni og Evrópudeildinni," sagði Tsonis um dvöl sína á Íslandi.

„Fólk var vinalegt og tók mér opnum örmum þannig að mér leið eins og heima. Ég var einbeittur á fótboltann. Ég gerði ekki mikið annað."

Tsonis æfir á sama svæði og aðallið New York Red Bulls en þar eru meðal annars framherjarnir Peguy Luyindula og Bradley Wright-Phillips.
Athugasemdir
banner
banner
banner