Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fim 27. apríl 2017 22:03
Bjarni Þórarinn Hallfreðsson
Spánn: Bilbao og Sevilla með heimasigra
Wissam Bin Yedder skoraði sigurmark Sevilla í kvöld
Wissam Bin Yedder skoraði sigurmark Sevilla í kvöld
Mynd: Getty Images
Þrír leikir fóru fram í spænsku úrvalsdeildinni í kvöld.

Athletic Bilbao fékk Real Betis í heimsókn og uppskar góðan 2-1 sigur. Aritz Aduriz skoraði í upphafi seinni hálfleiks úr vítaspyrnu og sjö mínútum síðar tvöfaldaði Iker Muniain forystu Bilbao.

Ruben Castro klóraði í bakkann fyrir Real Betis en lengra komust þeir ekki.

Markalaust jafntefli varð staðreynd í leik Alaves og Eibar. Gestirnir í Eibar lék stóran hluta leiksins manni færri eftir að Asier Riesgo fékk rautt spjald á 26. mínútu. Alaves tókst ekki að nýta sér liðsmuninn.

Sevilla tók á móti Celta Vigo og var markalaust í hálfleik. Í upphafi síðari hálfleiks kom Joaquin Correa heimamönnum í Sevilla yfir en skömmu síðar jafnaði Iago Aspas úr vítaspyrnu.

Pablo Hernandez, leikmaður Celta Vigo fékk rautt spjald á 56. mínútu og nýtti Sevilla sér liðsmuninn en Wissam Ben Yedder skoraði sigurmark leiksins á 79. mínútu.

Athletic 2 - 1 Betis
1-0 Aritz Aduriz ('53 , víti)
2-0 Iker Muniain ('60 )
2-1 Ruben Castro ('63 )

Alaves 0 - 0 Eibar
Rautt spjald:Asier Riesgo, Eibar ('26)

Sevilla 2 - 1 Celta
1-0 Joaquin Correa ('49 )
1-1 Iago Aspas ('53 , víti)
2-1 Wissam Ben Yedder ('79 )
Rautt spjald:Pablo Hernandez, Celta ('56)
Athugasemdir
banner
banner
banner