Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fös 27. apríl 2018 06:00
Hafliði Breiðfjörð
Valsvöllur verður Origo völlurinn
Mynd: Origo
Knattspyrnufélagið Valur og upplýsingatæknifyrirtækið Origo hafa gert með sér samstarfsamning sem snýr að uppbyggingu á Hlíðarendasvæðinu.

Íþróttahús og keppnisvöllur Vals munu bera nöfnin Origo höllin og Origo völlurinn að Hlíðarenda næstu árin. Origo mun jafnframt vinna með Val að tæknilausnum fyrir núverandi íþróttamannvirki og félagsaðstöðu, framtíðarmannvirki félagsins auk Hlíðarendasvæðisins í heild sinni.

„Afar spennandi uppbygging á sér stað á Hlíðarendasvæðinu, hvort sem horft er til íþróttastarfs eða annarra mannvirkja. Valur er félag sem býr yfir sterkum innviðum, ríkri arfleið í íslenskum íþróttum og hyggur á stóra hluti á komandi árum. Í komandi uppbyggingu er þörf á samstarfsaðila sem getur veitt öflugar tæknilausnir og tengda þjónustu og við hjá Origo eru spennt að fylgja Valsmönnum og -konum inn í nýja tíma,“ segir Finnur Oddsson forstjóri Origo.

„Knattspyrnufélagið Valur býður Origo velkomið að Hlíðarenda og væntir mikils af samstarfinu. Valur er í hjarta Reykjavíkur, sannkallaður fólkvangur, þar sem allir eru velkomnir. Félagið horfir til framtíðar enda spennandi tímar svo langt sem hugurinn nær og því kemur samstarfið við Origo sér einstaklega vel. Orðið Origio er latína og þýðir uppruni en það kallast á við merkilega sögu Vals því við megum aldrei gleyma uppruna félagsins, þeim sem vörðuðu veginn,“ segir Þorgrímur Þráinsson formaður Vals.
Athugasemdir
banner
banner