Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mið 27. maí 2015 06:51
Hafliði Breiðfjörð
Sex stjórnendur FIFA handteknir - Blatter ekki tekinn
Enn sem komið er hefur Sepp Blatter ekki verið handtekinn í aðgerðum lögreglunnar.
Enn sem komið er hefur Sepp Blatter ekki verið handtekinn í aðgerðum lögreglunnar.
Mynd: Getty Images
Jeffrey Webb varaforseti FIFA var handtekinn í nótt.
Jeffrey Webb varaforseti FIFA var handtekinn í nótt.
Mynd: Getty Images
Nóttin hefur verið gríðarlega viðburðarrík í fótboltaheiminum en sex stjórnendur hjá Alþjóða knattspyrhnusambandinu, FIFA hafa verið handteknir fyrir spillingu þar sem þeir sváfu á hóteli sínu.

Aðgerðirnar hófust klukkan 06:00 að svissneskum tíma en þeir handteknu voru færðir í ómerkta bíla. Hvítum lökum var haldið fyrir á meðan þetta fór fram.

Tveir varaforsetar teknir en Blatter er laus
Sepp Blatter forseti sambandsins hefur ekki verið handtekinn Blatter á að mæta á fund Afríska knattspyrhnusambandsins á öðru hóteli í Zurich klukkan 8:30 að íslenskum tíma í dag. Ekki er ljóst hvaða áhrif aðgerðri lögreglunnar í nótt hafa á þann fund.

Jeffrey Webb og Eugenio Figueredo varaforsetar FIFA eru meðal þeirra handteknu og meðal annarra eru Jose Maria Marni og Eduardo Li en sá síðarnefndi átti að mæta á fund framkvæmdasnefndar FIFA á föstudaginn. Marin var áður í nefndinni. Þá var Jack Warner fyrrverandi varaforseti FIFA frá Trinidad & Tobago handtekinn.

FBI fær mennina framselda til Bandaríkjanna
Svissneska lögreglan sá um aðgerðirnar á hóteli í Zurich í nótt að beiðni bandarískra yfirvalda, dómsmálaráðuneytisins og FBI.

Til stendur að framselja mennina alla þangað.

Fengu lykla að hótelherberjum og handtóku stjórnendur
New York Times segir að óeinkennisklæddir lögreglumenn hafi mætt á Baur au Lac hótelið í Zurich í nótt, fengið lykla að herbergjum stjórnenda FIFA og farið þar inn og handtekið þá. Allt fór friðsamlega fram.

Svissnesk yfirvöld segja að þeir sex handteknu hafi verið teknir vegna gruns um að hafa þegið mútur allt frá tíunda áratugs síðustu aldar til dagsins í dag. Í heildina er verið að rannsaka mútugreiðslur fyrir yfir 100 milljónir dollara.

Forsetakjör FIFA á föstudaginn
Til stóð að halda forsetakjör hjá FIFA á föstudaginn en Blatter býður sig þar fram til endurkjörs. Jerome Valcke framkvæmdastjóri FIFA mætti á hótelið í nótt en neitaði að tjá sig við fjölmiðla. Talsmaður FIFA sagði hinsvegar: „Við höfum séð fréttir fjölmiðla og erum að leita upplýsinga um málið. Við munum ekki tjá okkur frekar að svo stöddu.". Síðan þá hefur FIFA boðað til fréttamannafundar sem hefst 09:00 að íslenskum tíma.

Lögregla er enn á hótelinu í Zurich en handtökurnar virðast vera afstaðnar. Guardian fullyrðir að þó svo sex handtökur hafi farið fram í Zurich þá sé þegar búið að handtaka 15 manns um allan heim.

Mynd New York Times frá aðgerðum lögreglu í morgun.



Athugasemdir
banner
banner
banner
banner