Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mið 27. maí 2015 18:51
Arnar Geir Halldórsson
Heimild: Heimasíða Sunderland 
Advocaat yfirgefur Sunderland (Staðfest)
Dick Advocaat yfirgefur enska boltann eftir stutta dvöl
Dick Advocaat yfirgefur enska boltann eftir stutta dvöl
Mynd: Getty Images
Dick Advocaat mun ekki stýra liði Sunderland á næsta tímabili en þetta var staðfest á heimasíðu félagsins nú rétt í þessu.

Advocaat tók við liðinu af Gus Poyet í mars og tókst að bjarga liðinu frá falli í næstsíðustu umferðinni.

Sunderland vildi halda honum áfram við stjórnvölin en þessi 68 ára Hollendingur kveðst vera hættur að þjálfa félagslið.

„Á ákveðnum tímapunkti í lífinu verðuru að taka ákvarðanir og ég er 68 ára gamall. Það hafa mörg félög haft samband en í mínum huga var þetta spurning um Sunderland eða ekkert".

„Ég vil þakka formanninum, þjálfarateyminu og auðvitað stuðningsmönnunum. Við gáfum allt sem við áttum í þetta verkefni og tókst að ná markmiðum okkar. Þessi tími hjá Sunderland er einn af hápunktunum á þjálfaraferlinum",
sagði Advocaat þegar hann tilkynnti ákvörðun sína.
Athugasemdir
banner
banner