Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   mið 27. maí 2015 22:15
Arnar Geir Halldórsson
Burnley samþykkir tilboð Tottenham í Ings
Nálgast White Hart Lane
Nálgast White Hart Lane
Mynd: Getty Images
Tottenham leiðir kapphlaupið um Danny Ings, sóknarmann Burnley, eftir að 12 milljón punda tilboð Lundúnarliðsins var samþykkt nú í kvöld.

Einhverjir kunna að segja að það sé hátt verð fyrir leikmann sem á aðeins rúman mánuð eftir af samningi sínum en með þessu getur Tottenham fengið að tala við hann fyrr en önnur félög þar sem ensk félög mega ekki ræða við hann fyrr en samningurinn rennur út 30. júní.

Þrátt fyrir að bíða í mánuð þyrfti alltaf að borga einhverjar uppeldisbætur fyrir kappann og því má segja að Tottenham sé að kaupa sér forskot á viðræður við leikmanninn með þessu tilboði.

Ings er einn af eftirsóttustu bitunum á markaðnum í dag en vitað er af áhuga frá Liverpool og Real Sociedad.

Þessi 23 ára Englendingur var einn af fáu ljósu punktunum í leik Burnley í vetur en hann skoraði 11 mörk á tímabilinu.
Athugasemdir
banner
banner