Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mið 27. maí 2015 18:21
Arnar Geir Halldórsson
Byrjunarlið Dnipro og Sevilla: Konoplyanka á sínum stað
Konoplyanka er í byrjunarliði Dnipro venju samkvæmt
Konoplyanka er í byrjunarliði Dnipro venju samkvæmt
Mynd: Getty Images
Leikur Dnipro Dnipropetrovsk og Sevilla í úrslitum Evrópudeildarinnar hefst eftir skamma stund. Hægt verður að fylgjast með gangi mála í úrslitaþjónustu okkar á forsíðunni.

Liðið sem vinnur Evrópudeildina tryggir sér um leið sæti í Meistaradeild Evrópu á næsta tímabili svo það verður gífurlega mikið í húfi á Narodowy leikvangnum í Varsjá í Póllandi þar sem leikurinn fer fram klukkan 18:45.

Sevilla eru ríkjandi meistarar en liðið sigraði Benfica í úrslitaleik á síðustu leiktíð eftir vítakeppni.

Dnipro getur orðið annað úkraínska liðið í sögunni til að vinna keppnina en Shaktar Donetsk bar sigur úr býtum árið 2009.

Byrjunarlið Dnipro: Boyko; Fedetskyi, Douglas, Cheberyachko, Léo Matos; Kankva, Fedorchuk; Matheus, Rotan, Konoplyanka; Kalinic.

Byrjunarlið Sevilla:Rico; A. Vidal, Kolo, Carrico, Tremoulinas; Krychowiak, Mbia; Banega, Reyes, Vitolo; Bacca.
Athugasemdir
banner
banner