Haaland, Toney, Gomes, Diomande, Gyokeres, Southgate, O'Neil, De Zerbi og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mið 27. maí 2015 09:32
Hafliði Breiðfjörð
Fréttamannafundur FIFA: Forsetakjörið mun fara fram
Walter De Gregorio  sat fyrir svörum í dag.
Walter De Gregorio sat fyrir svörum í dag.
Mynd: Getty Images
Sepp Blatter forseti FIFA.
Sepp Blatter forseti FIFA.
Mynd: Getty Images
Walter De Gregorio fjölmiðlafulltrúi FIFA boðaði til fréttamannafundar sem hófst á tíunda tímanum í morgun.

Hann fullyrti þar að FIFA sé þolandi í málinu sem nú er rannsakað í Zurich í Sviss og Bandaríkjunum. „Það var FIFA sem bað saksóknara um að hefja rannsókn á þessu máli 18. nóvember," sagði hann.

Eins og kom fram fyrr í morgun voru 6 hátt settir FIFA menn handteknir þar sem þeir sváfu á hóteli í Sviss og verða framseldir til FBI í Bandaríkjunum. Þá var húsleit hjá FIFA og önnur rannsókn hafin á umsóknarferlinu um HM 2018 og 2022.

De Gregorio sagði á fundinum með fréttamönnum að FIFA átti frumkvæði að málinu í nóvember með tilkynningu til yfirvalda. Hann segir að FIFA fagni rannsókninni

Hann ítrekaði einnig að framkvæmdastjóri og forseti sambandsins eru ekki hluti af rannsókn málsins.

Hann var spurður hvort þing FIFA eða kjör til forsetaembættisins á föstudaginn myndi fara fram eftir tíðindi dagsins og svaraði því til að engar áætlanir væru uppi um breytingar á því.

Þá sagði De Gregorio að hann gæti ekki staðfest hverjir hafi verið handteknir eða hversu margir og ítrekaði að HM 2018 fari fram í Rússlandi og 2022 í Katar, óháð þessari rannsókn.

„Ég get staðfest að enginn okkar hafði hugmynd um að þessi aðgerð færi fram klukkan 06:00 í morgun. Annars hefði ég farið fyrr að sofa í gær. Þetta kom okkur öllum að óvöru og við ákváðum strax að halda fréttamannafund núna. Við hefðum undirbúið þetta öðruvísi ef við hefðum vitað þetta. Við vorum eins hissa og fréttamenn."

Hann var spurður hvort einhver af þeim handteknu verði reknir frá FIFA: „Þeir voru handteknir og en það er ekki búið að dæma þá ennþá. Það er ekki hægt að reka þá fyrst þeir voru handteknir. En ef þeir mæta ekki á þingið þá geta þeir ekki kosið," sagði hann.

Þá fullyrti hann að Sepp Blatter forseti FIFA væri rólegur yfir málinu og var ennfremur spurður afhverju hann sé ánægður með það sem er í gangi þegar svo miklar aðgerðir eru í gangi gegn sambandinu.

„Hann dansar ekki á skrifstofunni sinni og segir 'gaman að þetta gerðist.'. Hann er bara rólegur og sér hvað er að gerast. Hann sýnir fulla samvinnu. Hann er ekki ánægður maður í dag, en hann veit að þetta eru afleiðingar þess sem við settum í gang. Hann er hissa á því sem gerðist í dag en ekki að það hafi gerst. "

Sjá einnig:
Sex stjórnendur FIFA handteknir - Blatter ekki tekinn
Twitter um FIFA: Spilaborgin að hrynja
Húsleit hjá FIFA
Athugasemdir
banner
banner
banner