Kovac orðaður við stjórastól Liverpool - Newcastle vill Gibbs-White - Dewsbury-Hall orðaður við Tottenham
banner
   mið 27. maí 2015 10:48
Arnar Daði Arnarsson
Garðar Gunnlaugs frá næstu vikurnar
Garðar Gunnlaugsson verður frá næstu vikurnar.
Garðar Gunnlaugsson verður frá næstu vikurnar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta er óljóst eins og er. Ég þarf að styðja mig við hækjur og fer í frekari skoðun í dag. Þetta er hugsanlega liðband í hnénu," sagði Garðar Gunnlaugsson framherji ÍA sem fór meiddur af velli í 0-1 tapi liðsins gegn Breiðablik í gærkvöldi.

Garðar fékk slink á vinstra hnéð eftir að hafa sparkað í boltann.

„Ég skipti um skó í hálfleik og fór í skrúfuskó. Ég var að sparka með vinstri og lendi illa og ég held að takkarnir hafi farið í jörðina og þá snýst upp á hnéð. Þetta gerðist mjög hratt. Þetta lítur ekki vel út."

„Ég hef aldrei lent í þessu áður svo ég veit lítið um framhaldið. Miðað við fréttirnar af Gary Martin þá voru það 3-4 vikur," sagði Garðar sem hittir sjúkraþjálfara seinna í dag og þá verður framhaldið ákveðið.

Þetta er mikið áfall fyrir Skagamenn sem eru í 10. sæti deildarinnar með 4 stig að loknum fimm umferðum.

Framundan eru tveir leikir gegn Fjölni, sá fyrri í deildinni á sunnudaginn og síðan mætast þau í bikarnum á miðvikudaginn eftir viku.
Athugasemdir
banner
banner
banner