Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   mið 27. maí 2015 14:13
Magnús Már Einarsson
Geir vill ekki tjá sig fyrr en eftir fund á morgun
Geir Þorsteinsson.
Geir Þorsteinsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, segist ekki vilja tjá sig um handtökur á stjórnarmönnum FIFA fyrr í dag.

Eins og kom fram fyrr í morgun voru 6 hátt settir FIFA menn handteknir þar sem þeir sváfu á hóteli í Sviss og verða framseldir til FBI í Bandaríkjunum. Þá var húsleit hjá FIFA og önnur rannsókn hafin á umsóknarferlinu um HM 2018 og 2022.

Sepp Blatter, forseti FIFA, var ekki handtekinn en hann er í forsetakjöri sem fer fram í Sviss á föstudag.

Geir er mættur til Sviss þar sem aðalfundur FIFA fer fram á föstudag. Hann segist ekki vilja tjá sig um forsetakjörið eða fréttir dagsins fyrr en eftir fund með aðildarríkjum UEFA á morgun.

„Ég er að bíða eftir fundi Evrópuþjóðanna á morgun. Ég veit ekkert meira en það sem er í fréttunum," sagði Geir við Fótbolta.net í dag.

„Evrópuþjóðirnar hittast í hádeginu á morgun og þá veit ég vonandi eitthvað meira en það sem stendur í blöðunum."
Athugasemdir
banner