Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   mið 27. maí 2015 07:30
Ívan Guðjón Baldursson
Genoa missir líklega evrópusætið til erkifjendanna
Mynd: Getty Images
Gian Piero Gasperini, þjálfari Genoa, er hæstánægður með gengi liðsins á tímabilinu en er smeykur um að missa evrópudeildarsætið til erkifjendanna og nágrannanna í Sampdoria.

Genoa sótti um leyfi til að taka þátt í Evrópudeildinni en fékk það ekki vegna þess að leikvangur liðsins, Stadio Luigi Ferraris, er ekki nægilega góður.

Sampdoria deilir leikvangi með Genoa en umsókn Samp var samþykkt vegna þess að félagið myndi spila evrópuleikina á Mapei Stadium, heimavelli Sassuolo.

Genoa er í 6. sæti ítölsku deildarinnar sem er síðasta evrópudeildarsætið en Samp er í 7. sæti og nægir jafntefli á heimavelli gegn botnliði Parma til að tryggja sætið þar sem Inter er þremur stigum eftirá fyrir lokaumferðina.

„Evrópusæti er verðlaun fyrir góða frammistöðu á tímabilinu. Það er verðlaun fyrir baráttuanda liðsins og fagnaðarlæti stuðningsmanna eftir sigurinn síðasta sunnudag eru þau mestu sem ég hef séð í langan tíma," sagði Gasperini við Sky Italia.

„Núna verðum við að bíða eftir niðurstöðunni úr áfrýjuninni og vona að allt fari vel. Það er þó ljóst að sama hvað gerist þá hefur þetta verið ótrúlegt tímabil.

„Liðið er búið að skara framúr öllum væntingum, sérstaklega hvað varðar gæði knattspyrnunnar sem við spilum. Við bjuggumst ekki við að spila svona gæðamikinn fótbolta strax á fyrsta tímabili endurbyggingar en þetta hefur verið magnað."

Athugasemdir
banner
banner
banner