Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mið 27. maí 2015 08:36
Hafliði Breiðfjörð
Húsleit hjá FIFA
Mynd: Getty Images
Eins og komið hefur fram á Fótbolta.net fyrr í dag hafa verið víðamiklar lögregluaðgerðir í Zurich í Sviss í nótt þar sem sex stjórnendur Alþjóða knattspyrnusambandsins, FIFA voru handteknir þar sem þeir sváfu á hótelherbergjum sínum.

Nú voru að berast þau tíðindi frá saksóknara í Sviss að húsleit hafi farið fram í höfuðsstöðvum FIFA í Zurich.

Þar var lagt hald á einhver skjöl, bæði rafræn og í pappír.

Rob Harris fréttamaður AP fréttastofunnar greinir frá þessu á Twitter síðu sinni.

Þá hefur Reuters eftir dómsmálayfirvöldum í Sviss að rannsókn sé hafin vegna ásakana í tengslum við HM 2018 og HM 2022. Þar segir að 10 manns sem tóku þátt í kjöri um hvar mótin verði haldin séu rannsakaðir vegna spillingarásakanna. Ítrekað er að sú rannsókn sé önnur en sú sem tengist handtökunum í morgun.

Sjá einnig:
Sex stjórnendur FIFA handteknir - Blatter ekki tekinn
Twitter um FIFA: Spilaborgin að hrynja

Athugasemdir
banner
banner
banner