Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   mið 27. maí 2015 14:30
Arnar Daði Arnarsson
Meiðslamálin
Jói Lax vonast til að vera klár í lok júní
GoProJói
GoProJói
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Jóhann Laxdal varnarmaður Stjörnunnar býst við því að vera kominn á fullt í júlí mánuði. Hann sleit krossband um miðjan ágúst mánuð í fyrra og hefur verið í endurhæfingu síðan.

Hann var í viðtali við Hjört Hjartarson í útvarpsþættinum Akraborgin á X-inu í gær.

„Hnéð er allt að koma til. Ég er smátt og smátt að byrja að æfa með þeim. Þetta er allt á réttri leið."

„Ég gæti dottið inn í hóp í lok júní. Mitt plan er að vera 100% klár í júlí. Þegar seinni hlutinn byrjar,">/i> sagði Jói.

Það bendir allt til þess að fyrsti leikur Jóhanns verði á heimavelli Stjörnunnar. Stjarnan leikur nefnilega alla sína leiki í júlí á heimavelli.
Athugasemdir
banner
banner