Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mið 27. maí 2015 07:00
Ívan Guðjón Baldursson
Leikmenn Dnipro borga gjöld áhorfenda úr eigin vasa
Ruslan Rotan er 33 ára gamall fyrirliði Dnipro og á 78 landsleiki að baki fyrir Úkraínu.
Ruslan Rotan er 33 ára gamall fyrirliði Dnipro og á 78 landsleiki að baki fyrir Úkraínu.
Mynd: Getty Images
Úkraínska liðið Dnipro mætir Sevilla í úrslitaleik Evrópudeildarinnar sem verður spilaður í Póllandi.

Sevilla hefur titil að verja og því verður þetta gífurlega erfiður leikur fyrir leikmenn Dnipro sem munu þó án nokkurs vafa spila úrslitaleikinn af öllu hjarta.

Ástandið er slæmt í Úkraínu vegna stríðs í austurhluta landsins og hefur liðið þurft að spila marga heimaleiki 400 kílómetra frá heimavelli sínum vegna þess.

Stuðningsmenn félagsins eiga ekki mikla peninga vegna ástandsins og komast varla á heimaleiki liðsins, sem eru jú spilaðir 400 kílómetrum frá borginni, þannig að leikmenn félagsins hafa ákveðið að borga stóran hluta af gjöldum þeirra áhorfenda sem vilja sjá úrslitaleikinn.

„Ekki allir stuðningsmennirnir geta komist á þennan sögulega leik þannig að við höfum ákveðið að hjálpa þeim sem minna mega sín til að komast á leikinn. Við getum þó því miður ekki hjálpað þeim öllum," sagði Ruslan Rotan, fyrirliði Dnipro.

„Við borguðum fyrir miða á leikinn og fargjöld. Við höfum gert okkar besta og ástandið hjá okkur er heldur ekkert sérlega bjart.

„Hér ríkir algjör ringulreið, fólk getur varla leyft sér ánægjulegar hugsanir, og kannski getum við fært fólkinu smá hamingju með sigri í úrslitaleiknum."


Þrátt fyrir að meirihluti fólks í Dnipropetrovsk sé af rússnessku bergi brotið segjast leikmenn liðsins ætla að spila fyrir endursameinaðri Úkraínu.
Athugasemdir
banner
banner
banner