banner
   mið 27. maí 2015 08:30
Ívan Guðjón Baldursson
Liverpool er ekki meðal 20 bestu liða Evrópu
Mynd: Getty Images
Euroclubindex.com er mjög sniðug vefsíða sem notast við ECI stigakerfi til að raða helstu knattspyrnufélögum Evrópu í styrkleikaröð.

ECI stigakerfið er talið mjög gott og raunsætt og hér fyrir neðan má sjá niðurstöður úr útreikningum sem notast við kerfið.

Talin eru nokkur tímabil aftur í tímann og eru leikir í öllum keppnum taldir með, hvort sem það eru bikar- eða deildarkeppnir í heimalandinu eða í Evrópu.

Þrjú spænsk félög eru í fimm efstu sætum listans ásamt langbestu liðum þýska og ítalska boltans.

Englandsmeistarar Chelsea eru í 6. sæti, rétt á undan Frakklandsmeisturum PSG en Manchester City og Arsenal eru einnig meðal tíu efstu liða.

1. Barcelona 4504
2. Real Madrid 4337
3. Bayern München 3955
4. Atletico Madrid 3888
5. Juventus 3745
6. Chelsea 3692
7. Paris Saint-Germain 3622
8. Sevilla 3520
9. Manchester City 3512
10. Arsenal 3497
11. Valencia 3412
12. Manchester United 3283
13. Porto 3246
14. Benfica 3242
15. Wolfsburg 3204
16. Bayer Leverkusen 3186
17. Borussia Dortmund 3178
18. Borussia M'Gladbach 3093
19. AS Roma 3080
20. Napoli 3070
21. Liverpool 3064
22. Zenit 3060
23. Tottenham 3009
24. Athletic Bilbao 2997
25. AS Monaco 2965
Athugasemdir
banner
banner
banner