Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 27. maí 2015 12:20
Arnar Daði Arnarsson
Meiðslamálin
Nárinn enn að plaga Andra Ólafs
Andri Ólafsson í leik með ÍBV í 1. umferðinni.
Andri Ólafsson í leik með ÍBV í 1. umferðinni.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Andri Ólafsson, fyrirliði ÍBV hefur ekkert leikið með liðinu síðan í 2. umferðinni. Hann hefur verið að glíma við meiðsli í nára og er óljóst hvenær hann snýr til baka á völlinn.

„Þessi vika mun leiða það í ljós, hvort ég verði frá eitthvað lengur eða verði klár um helgina," sagði Andri sem segist í rauninni ekki vita almennilega hversu slæmt þetta er.

Andri hefur verið slæmur í náranum undanfarin ár og hefur til að mynda farið í tvær aðgerðir. Hann vonast eftir að þetta sé ekki jafn slæmt núna. Hann fann fyrir þessu í fyrstu tveimur leikjum sumarsins og hefur ekkert komið við sögu eftir það.

Hann segist ætla reyna æfa með liðinu í þessari viku og sjá þá, hvernig staðan er almennilega. „Það verður að koma í ljós þegar nær dregur helginni."

ÍBV er á botni Pepsi-deildarinnar með eitt stig að loknum fimm umferðum. Þeir mæta Víking R. á heimavelli á sunnudaginn.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner