banner
   mið 27. maí 2015 17:37
Hafliði Breiðfjörð
UEFA óskar eftir að kjöri forseta FIFA verði frestað
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Knattspyrnusamband Evrópu, UEFA, hefur óskað eftir því að kjöri forseta FIFA (Alþjóða knattspyrnusambandið) sem átti að fara fram á föstudaginn verði frestað. Þá gæti farið svo að aðildarsambönd UEFA, þar á meðal KSÍ, muni ekki mæta á ársþingið í Zurich í Sviss.

Þetta gerist í kjölfar þess að 7 hátt settir stjórnendur hjá FIFA voru handteknir í morgun í tengslum við rannsókn FBI og bandaríska dómsmálaráðuneytisins á spillingu innan sambandsins.

Handtökurnar fóru fram á hóteli í Sviss þegar mennirnir voru enn sofandi. Í kjölfar þess tilkynntu svissnesk yfirvöld að rannsókn sé hafin á hvernig Rússum var úthlutað HM 2018 og Katar 2022.

Þá var einnig gerð húsleit í höfuðsstöðvum FIFA í Zurich í morgun. Sepp Blatter forseti FIFA býður sig fram í kjörinu á föstudag en staða hans er talin hafa breyst verulega eftir tíðindi dagsins.

Sjá einnig:
Sex stjórnendur FIFA handteknir - Blatter ekki tekinn
Twitter um FIFA: Spilaborgin að hrynja
Húsleit hjá FIFA
Fréttamannafundur FIFA: Forsetakjörið mun fara fram
Athugasemdir
banner
banner
banner