Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 27. maí 2016 15:31
Magnús Már Einarsson
Ágúst yngsti markaskorarinn í sögu Breiðabliks
Ágúst í leiknum í gær.
Ágúst í leiknum í gær.
Mynd: Fótbolti.net: Eyjólfur Garðarsson
Ágúst Hlynsson varð í gærkvöldi yngsti leikmaður í sögu Breiðabliks til að skora með meistaraflokki.

Ágúst skoraði annað mark liðsins í 3-0 sigri á Kríu í 32-liða úrslitum Borgunarbikarsins.

Ágúst er ekki nema 16 ára og tveggja mánaða gamall en hann bætti met sem Arnar Grétarsson, þjálfari Blika, setti árið 1988.

Arnar var þá 16 ára og 3 mánaða þegar hann skoraði í leik gegn ÍR árið 1988 .

Viktor Unnar Illugason var 16 ára og 4 mánaða þegar hann skoraði gegn ÍBV í Eyjum árið 2006 en blikar.is greina frá.

Águst á einn leik að baki með U17 ára landsliði Íslands en hann kom við sögu í leik gegn Grikkjum í undankeppni EM í haust. Hann er ennþá gjaldgengur í U17 ára landsliðið í ár.

Ágúst hefur einnig farið til þýska féalgsins Köln og hollenska félagsins AZ Alkmaar á reynslu.
Athugasemdir
banner
banner
banner