Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fös 27. maí 2016 14:00
Elvar Geir Magnússon
Aldrei fleiri stjórar reknir á Englandi
Garry Monk fékk að kynnast stígvélinu hjá Swansea.
Garry Monk fékk að kynnast stígvélinu hjá Swansea.
Mynd: Getty Images
Samtök knattspyrnustjóra í deildakeppni Englands hafa gefið það út að liðið tímabil sé það versta þegar kemur að brottrekstrum stjóra.

Alls hafa 57 stjórar verið látnir taka pokann sinn í efstu fjórum deildum Englands og er það met í landinu. Athyglisvert er að fyrir tveimur árum var þessi tala 37.

Yfir 100 þjálfarar og aðstoðarmenn misstu starf sitt vegna stjórabreytinga.

Richard Bevan, framkvæmdastjóri samtaka knattspyrnustjóra, segir að þessi þróun.

„Það er gríðarleg pressa á knattspyrnustjóra og hún hefur bara aukist. Það sama gildir um eigendur og stjórnarmenn, pressan á þeim er líka að aukast," segir Bevan.

Hvergi er meira rekið en í Championship-deildinni, B-deildinni. Hjá 24 liðum voru 18 stjórar reknir. Charlton rak tvívegis stjóra á tímabilinu.
Athugasemdir
banner
banner
banner