banner
   fös 27. maí 2016 14:30
Andri Janusson
Draumaliðsdeild Azazo - Anna Rakel rýkur upp í verði
Maggý Lárentsínusdóttir hefur verið að skila stigum
Maggý Lárentsínusdóttir hefur verið að skila stigum
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Andrea Rán skoraði þrennu gegn Selfossi í vetur.
Andrea Rán skoraði þrennu gegn Selfossi í vetur.
Mynd: Fótbolti.net - Ómar Vilhelmsson
ÍBV mætir Stjörnunni.
ÍBV mætir Stjörnunni.
Mynd: Guðmundur Gíslason
Hér að neðan má sjá skemmtilegar tölfræði upplýsingar úr Draumaliðsdeild AZAZO. Næsta umferð í deildinni hefst á laugardag en markaðurinn lokar þá klukkan 12:00.

Smelltu hér til að fara í leikinn

Úrslitin í seinustu viku voru flest eftir bókinni, nema Stjarnan og Fylkir endaði með markalausu jafntefli.

Meiðsli og bönn:




  • Ásgerður Stefanía Baldursdóttir (7,5), byrjaði á bekknum í seinasta leik. Spurning hvort hún verði orðin leikfær um helgina.

  • Arna Sif Ásgrímsdóttir (6,9) hefur enn ekki spilað leik.



Leikir umferðarinnar

Skoðum aðeins leiki umferðarinnar og áhrif þeirra á draumaliðsdeildina þessa vikuna.

Þór/KA - KR

KR-ingar fara sigurlausar norður í leit að sínum fyrsta sigri. Það verður að segjast eins og er að sá sigur komi á Akureyri í þessum leik. Ásdís Karen Halldórsdóttir (5,2) hækkaði um 0,2 í verði á milli umferða og ekki ólíklegt að hún hækki enn meira. Prógrammið hjá KR ætti að léttast aðeins eftir þessa viku, svo það gæti verið sniðugt að bíða í eina viku með að kaupa KR-inga. Þó svo að Þór/KA sé í neðri hluta töflunnar, eru öll augu á 2 leikmönnum hjá þeim. Anna Rakel Pétursdóttir (5,8) og Sandra María Jessen (11,2) eru stigahæstu leikmenn draumadeildarinnar eftir 2 umferðir. Anna Rakel hækkaði um 0,3 á milli umferða og er ekki ólíklegt að hún halda áfram að hækka. Sandra Stephany Mayor Gutierrez (8) gæti verið áhugaverður kostur fyrir þá sem hafa ekki efni á Söndru Maríu.

Selfoss - Breiðablik

Hér mætast liðin í 3. og 4. sæti. Breiðablik fór illa með Selfoss í Lengjubikarnum í vor (7-1) þar sem Andrea Rán Hauksdóttir (8,5) setti þrennu. Það er spurning hvort hún hafi eitthvað tak á Selfossi. Hjá heimaliðinu er Lo Hughes (6,5) ennþá góður kostur, sem virðist vera allt í öllu í sóknarleiknum hjá Selfossi.

Valur - FH

FH hefur haldið hreinu í öllum 3 leikjum sínum, þar af einum gegn Breiðablik. Núna hefst hins vegar 3 leikja hrina á móti þeim 3 liðum sem skorað hafa mest hingað til (Valur, Stjarnan, Þór/KA). Ef stjórar draumaliðsdeildarinnar vilja hvíla FH vörnina einhverntíman, þá ætti það að vera núna. Margrét Lára Viðarsdóttir (11,8) var sá leikmaður sem var seld mest í seinustu umferð og lækkaði um 0,2 í verði. Hún svaraði því heldur betur með marki gegn ÍBV. Ef einhver getur skorað fyrsta markið á FH í ár, þá er það hún.

Fylkir - ÍA

2 sigurlaus lið eigast hér við og telst líklegt að ÍA haldist sigurlaust eftir þennan leik. Berglind Björg Þovarldsdóttir (11) skoraði ekki í seinasta leik, en ætti að fá tækifæri í þessum leik til að skora. Varnarmenn Fylkis ættu einnig að fara beint í byrjunarliðið eins og með allar mótherja ÍA, allavega þangað til þær setja sitt fyrsta mark.

ÍBV - Stjarnan

Það er alltaf erfitt að fara til Eyja, en Stjarnan á harm að hefna eftir að þær töpuðu fyrir ÍBV í Lengjubikarnum í vor. ÍBV hefur fengið á sig 1 mark í hverjum leik hingað til og ekki er ólíklegt að Stjarnan muni skora allaveganna eitt. Erfitt að segja hvaða sóknarmaður mun skora þó. Stjarnan ætti að sækja 3 stig, en það er spurning hvort Lisa-Marie Woods (6,7) eða Rebekah Bass (6,7) nái að lauma inn einu marki og fylgja eftir verðhækkununum.

Tölfræði vikunnar

Skoðum vinsælustu leikmenn á leikmannamarkaðnum seinustu viku og áhrif þeirra á verð.


Leikmaður Lið Staða Stig Verð Breyting Valin af
Anna Rakel Pétursdóttir Þór/KA Miðja 21 5.8 0.3 20.80%
Sandra María Jessen Þór/KA Sókn 19 11.2 0.2 13.85%
Jeannette Williams FH Mark 18 4.7 0.2 18.32%
Maggý Lárentsínusdóttir FH Vörn 12 4.2 0.2 12.63%
Ásdís Karen Halldórsdóttir KR Miðja 11 5.2 0.2 8.17%
Rebekah Bass ÍBV Sókn 10 6.7 0.2 7.00%
Lisa-Marie Woods ÍBV Miðja 9 6.7 0.2 21.06%
Margrét Lára Viðarsdóttir Valur Sókn 8 11.8 -0.2 39.07%
Selma Sól Magnúsdóttir Breiðablik Miðja 1 5.8 -0.2 7.51%

Athugasemdir
banner
banner