Haaland, Toney, Gomes, Diomande, Gyokeres, Southgate, O'Neil, De Zerbi og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fös 27. maí 2016 05:55
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
England um helgina - Hvaða lið fer upp í úrvalsdeildina?
Sheffield Wed gæti snúið aftur upp í úrvalsdeild eftir langa fjarveru.
Sheffield Wed gæti snúið aftur upp í úrvalsdeild eftir langa fjarveru.
Mynd: Getty Images
Einn leikur fer fram á Englandi um helgina, en það verður svo sannarlega mikið undir í honum.

Um er að ræða leik í úrslitum umspils Championship-deildarinnar, en í honum mætast Hull City og Sheffield Wedensday.

Hull hafði betur gegn Derby í undanúrslitum á meðan Sheffield lagði Brighton að velli. Hull lék í úrvalsdeild á síðasta tímabili og gætu því farið strax upp aftur, en Wednesday lék síðast í úrvalsdeild tímabilið 1999/2000 og því gæti liðið snúið aftur eftir langa fjarveru.

Middlesbrough og Burnley eru nú þegar búin að tryggja sig upp í úrvalsdeild og því spurning hvort það verður Hull eða Sheffield Wednesday sem fylgir.

Leikurinn er á laugardaginn, hefst klukkan 16:00 og er í beinni á Stöð 2 Sport 2.

Laugardagur:
16:00 Hull City - Sheffield Wednesday (Stöð 2 Sport 2)
Athugasemdir
banner
banner
banner