fös 27. maí 2016 13:30
Ívan Guðjón Baldursson
Fyrsta viðtal Mourinho: Hefur alltaf borið taugar til Man Utd
Mynd: Getty Images
Jose Mourinho var kynntur til sögunnar sem nýr stjóri Manchester United fyrr í dag og fékk MUTV einkaviðtal við hann strax eftir kynninguna.

Viðtalið er hægt að sjá neðst í fréttinni en það helsta hefur verið skrifað upp á íslensku.

„Mér líður frábærlega, ég er stoltur og þetta er mikill heiður. Ég er mættur hér til vinnu og get ekki beðið eftir 7. júlí," sagði Mourinho.

„Manchester United er eitt af þessum félögum sem ég kalla risafélög. Þetta er félag sem þarf besta stjórann og ég tel mig vera tilbúinn. Ég kýs að sleppa því að hugsa um síðustu þrjú ár þegar ég hugsa um sögu félagsins. Núna er ég kominn með þetta risastóra félag í hendurnar og mun gefa mig allan í starfið."

Mourinho segist alltaf hafa borið taugar til Man Utd og bendir á að hann hafi oftar en einu sinni talað vel um Rauðu djöflana þó það hafi ekki fallið vel í kramið hjá yfirmönnum hans.

„Það er mikilvægt og forvitnilegt að ég hafi mætt svona oft á Old Trafford. Það hafa aldrei verið vandamál og stundum eftir leiki átti ég til að segja jákvæða hluti um Man Utd sem stjórnendur minna liða voru ekki alltaf ánægðir með.

„Ég man þegar ég vann á Trafford með Real Madrid í Meistaradeildinni fyrir þremur árum. Eftir leikinn sagði ég að besta liðið hafi tapað. Stjórnendur Real Madrid voru langt frá því að vera ánægðir með ummælin."



Athugasemdir
banner
banner
banner