Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fös 27. maí 2016 05:55
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ísland um helgina - KR fær Val í heimsókn í Vesturbæinn
Það er farin að myndast pressa á Bjarna Guðjónssyni þjálfara KR
Það er farin að myndast pressa á Bjarna Guðjónssyni þjálfara KR
Mynd: Fótbolti.net - Ómar Vilhelmsson
Fylkisstelpur fá ÍA í heimsókn í sjónvarpsleik á morgun
Fylkisstelpur fá ÍA í heimsókn í sjónvarpsleik á morgun
Mynd: Fótbolti.net - Einar Ásgeirsson
Grindvíkingar hafa farið vel af stað í Inkasso-deildinni. Það verður Suðurnesjaslagur á morgun
Grindvíkingar hafa farið vel af stað í Inkasso-deildinni. Það verður Suðurnesjaslagur á morgun
Mynd: Fótbolti.net - Ómar Vilhelmsson
Stjarnan er á toppnum fyrir þessa umferð í Pepsi-deild karla
Stjarnan er á toppnum fyrir þessa umferð í Pepsi-deild karla
Mynd: Fótbolti.net - Tomasz Kolodziejski
Það er nóg að gerast í íslenska boltanum þessa helgina og verða meðal annars fimm leikir sýndir í beinni. Þetta eru leikir í Pepsi-deild karla, Pepsi-deild kvenna og Inkasso-deildinni.

Í dag eru þrír leikir á dagsskrá, en þetta eru leikir í 1. deild kvenna og 4. deild karla. Hér að neðan má sjá svo hvaða leikir það eru ásamt öllum hinum leikjunum.

Á morgun er svo enn meira um að vera. Það eru fimm leikir í Pepsi-deild kvenna og leikir í öllum deildum karla fyrir utan Pepsi-deildinni.

Tveir leikir eru í beinni á aukarásum Stöðar 2 Sport, en það er annars vegar leikur Fylkis og ÍA í Pepsi-deild kvenna og hins leikur Leiknis R. og Fjarðabyggðar í Inkasso-deildinni.

Á sunnudaginn er svo þrír leikir í Pepsi-deild karla. Nýliðar Þróttar R. fá ÍBV í heimsókn og verður sá leikur sjónvarpaður. Víkingar úr Reykjavík fá Skagamenn svo í heimsókn áður en KR-ingar fá nágranna sína í Val í heimsókn í Vesturbæinn. Það er mikil pressa á KR, en liðið er aðeins búið að vinna einn leik af sínum fyrstu fimm og datt liðið út úr bikarnum gegn Selfoss á miðvikudaginn.

Þessi leikur er að sjálfsögðu í beinni, en auk þess fara fram leikir í Inkasso-deildinni, 2. deild karla og 4. deild karla á sunnudaginn.

Á mánudaginn fara svo þrír aðrir leikir í Pepsi-deild karla fram og er leikur Breiðabliks og Stjörnunnar í beinni, en einnig er þá leikið í 2. deild karla og 1. deild kvenna.

Föstudagur 27. maí:
1. deild kvenna A riðill

19:30 Skínandi - HK/Víkingur (Stjörnuvöllur)
20:00 Víkingur Ó. - Hvíti Riddarinn (Ólafsvíkurvöllur)

4. deild karla B riðill
19:00 Snæfell - KFG (Stykkishólmsvöllur)

Laugardagur 28. maí:
Pepsi-deild kvenna

13:00 Þór/KA - KR (Þórsvöllur)
14:00 Valur - FH (Valsvöllur)
14:00 Fylkir - ÍA (Floridana völlurinn - Stöð 2 Sport 4)
15:30 ÍBV - Stjarnan (Hásteinsvöllur)
16:00 Selfoss - Breiðablik (JÁVERK-völlurinn)

Inkasso-deildin
14:00 Leiknir - Fjarðabyggð (Leiknisvöllur - Stöð 2 Sport 3)
14:00 Keflavík - Grindavík (Nettóvöllurinn)

2. deild karla
14:00 Vestri - KV (Torfnesvöllur)
14:00 Höttur - ÍR (Fellavöllur)
14:00 Afturelding - Magni (N1 völlurinn Varmá)
14:00 Grótta - Völsungur (Framvöllur)

3. deild karla
14:00 Vængir Júpiters - KFS (Fjölnisvöllur-Gervigras)
14:00 Einherji - Þróttur V. (Vopnafjarðarvöllur)
14:00 Dalvík/Reynir - Tindastóll (Dalvíkurvöllur)
14:00 Víðir - KFR (Nesfisks-völlurinn)
14:00 Reynir S. - Kári (K&G-völlurinn)

4. deild karla A riðill
14:00 Berserkir - Hörður Í. (Víkingsvöllur)

4. deild karla C riðill
15:00 Hvíti Riddarinn - Augnablik (Tungubakkavöllur)

Sunnudagur 29. maí:
Pepsi-deild karla

17:00 Þróttur R. - ÍBV (Þróttarvöllur - Stöð 2 Sport)
19:15 Víkingur R. - ÍA (Víkingsvöllur)
20:00 KR - Valur (Alvogenvöllurinn - Stöð 2 Sport)

Inkasso-deildin:
14:00 Huginn - Fram (Fellavöllur)
14:00 Þór - Haukar (Þórsvöllur)
16:00 Leiknir F. - KA (Fjarðabyggðarhöllin)
16:00 HK - Selfoss (Kórinn)

2. deild karla
13:00 KF - Sindri (Ólafsfjarðarvöllur)

4. deild karla A riðill
12:00 Afríka - Hörður Í. (Leiknisvöllur)

Mánudagur 30. maí:
Pepsi-deild karla

19:15 FH - Víkingur Ó. (Kaplakrikavöllur)
19:15 Fylkir - Fjölnir (Floridana völlurinn)
20:00 Stjarnan - Breiðablik (Samsung völlurinn - Stöð 2 Sport)

2. deild karla
19:15 Njarðvík - Ægir (Njarðtaksvöllurinn)

1. deild kvenna B riðill
20:00 Keflavík - Grindavík (Nettóvöllurinn)



Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner