Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   fös 27. maí 2016 08:59
Hafliði Breiðfjörð
Heimild: Vefur Man Utd 
Jose Mourinho tekur við Man Utd (Staðfest)
Mourinho á mynd sem birt var á vef Manchester United í morgun um leið og ráðning hans var (Staðfest).
Mourinho á mynd sem birt var á vef Manchester United í morgun um leið og ráðning hans var (Staðfest).
Mynd: ManUtd.com
Manchester United staðfesti nú í morgun að Portúgalinn Jose Mourinho hafi verið ráðinn knattspyrnustjóri liðsins. Hann gerði þriggja ára samning við félagið og stýrir því að minnsta kosti til ársins 2020.

Mourinho tekur við starfinu af Louis van Gaal sem gerði starfslokasamning við félagið á dögunum. Hann stýrði síðast Chelsea fram á miðja síðustu leiktíð.

Hann er 53 ára gamall og hefur á rúmum áratug unnið deildartitla og bikara í fjórum löndum, Portúgal, Englandi, Ítalíu og á Spáni auk þess að hafa unnið Meistaradeild Evrópu tvisvar, með Porto 2004 og Inter Milan 210.

„Jose er einfaldlega besti stjórinn í fótboltanum í dag," sagði Ed Woodward varaformaður Man Utd á vef félagsins í dag.

„Hann hefur unnið titla og haft áhrif á leikmenn um alla Evrópu og auðvitað þekkir hann ensku úrvalsdeildina mjög vel þar sem hann vann þrjá titla hérna. Ég vil nýta tækifærið og bjóða hann velkominn til Man Utd. Árangur hans mun koma félaginu lengra."

Mourinho tjáði sig líka um félagaskiptin og sagði: „Að verða stjóri Manchester United er mikill heiður. Þetta er félag sem er þekkt og dáð um allan heim. Það er ákveðin rómantík í kringum það sem ekkert annað félag kemst nálægt."

„Ég hef alltaf haft dálæti á Old Trafford, þarna hef ég átt mikilvægar minningar á ferlinum og ég hef alltaf haft gaman af stuðningsmönnum United. Ég hlakka til að verða stjóri þeirra og að njóta frábærs stuðnings á næstu árum."

Athugasemdir
banner
banner