Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fös 27. maí 2016 17:00
Ívan Guðjón Baldursson
Juande Ramos tekinn við Malaga (Staðfest)
Juande Ramos og Sir Alex Ferguson léttir í lund.
Juande Ramos og Sir Alex Ferguson léttir í lund.
Mynd: Getty Images
Spænski þjálfarinn Juande Ramos er búinn að taka við stjórn á liði Malaga sem leikur í efstu deild spænska boltans. Malaga endaði í áttunda sæti spænsku deildarinnar á síðasta tímabili, fjórum stigum frá Evrópudeildarsæti.

Ramos stýrði Malaga í skamman tíma fyrir rúmum áratugi og hefur síðan þá verið við stjórnvölinn hjá félögum á borð við Sevilla, Tottenham og Real Madrid. Þá gerði hann mjög góða hluti með úkraínska liðinu Dnipro sem hann stýrði frá 2010 til 2014.

Ramos tekur við af Javi Gracia sem fær góða launahækkun fyrir að taka við Rubin Kazan í rússneska boltanum.

Ramos tekur við félaginu á gríðarlega erfiðum tímum þar sem meirihluti hópsins frá síðasta tímabili verður búinn að yfirgefa félagið í júlí. Samningar tíu leikmanna renna út í lok júní og þá eru fimm leikmenn að snúa aftur heim eftir að hafa verið hjá félaginu á láni.

Leikmenn á borð við Weligton, Duje Cop og Roque Santa Cruz munu yfirgefa félagið sem þarf að vera endurbyggt undir leiðsögn Ramos.
Athugasemdir
banner
banner