Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fös 27. maí 2016 21:30
Jóhann Ingi Hafþórsson
Kostas Manolas undir smásjá Manchester United
Kostas Manolas.
Kostas Manolas.
Mynd: Getty Images
Manchester United ætlar sér að ráðfæra sig við nýráðinn þjálfara, Jose Mourinho, áður en þeir bjóða í Kostas Manolas.

Viðræður á milli félagssins og Grikkjans áttu sér stað fyrir um mánuði síðan en þeir vildu ekki ganga frá kaupum þar sem ekki var búið að ákveða hver yrði þjálfari liðsins eftir leiktíðina.

Manolas er lykilmaður í vörn Roma en hann kom til liðsins frá Olympiacos fyrir tveim árum og hefur hann vakið áhuga frá mörgum liðum undanfarið.

Hann er búinn að spila 86 leiki fyrir liðið og skorað í þeim tvö mörk. Hann er einnig búinn að spila 23 leiki fyrir Grikki og vann hann deildina þar í landi tvisvar með Olympiacos.
Athugasemdir
banner
banner