Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
banner
   fös 27. maí 2016 06:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Kvennalandslið Ástralíu tapaði illa fyrir U15 ára liði
Það fór ekki vel fyrir kvennalandsliði Ástrala
Það fór ekki vel fyrir kvennalandsliði Ástrala
Mynd: Getty Images
Kvennalandslið Ástrala hélt undirbúningi sínum fyrir Ólympíuleikana áfram á versta mögulegan máta, en liðið tapaði 7-0 fyrir U15 ára karlaliði Newcastle Jets.

Þær áströlsku hvíldu nokkra af lykilmönnum sínum, en Katrina Gorry, sem eitt sinn var valin besti leikmaður Asíu, byrjaði leikinn.

Á miðvikudaginn var ástralska liðið talið það líklegasta til að vinna gullið á leikunum í Ríó í sumar, en eftir þetta slæma tap hafa þær aðeins fallið niður listann.

Gary van Egmond, astoðarlandsliðsþjálfari, var mjög hissa á úrslitunum eins og hver annar, en hann segir ástralska liðið hafa verið yfirspilað af ungu Newcastle Jets liði.

„Satt best að segja þá bjuggumst við ekki við þessu," sagði hann eftir leik.

„Strákarnir í liði Jets voru mjög góðir og þeir eiga allt hrós skilið, þeir hreyfðu boltann mjög vel og voru frábærir í kvöld."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner