Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fös 27. maí 2016 11:00
Elvar Geir Magnússon
Lineker: Höfum bestu stjórana - Svo koma bestu leikmennirnir
Gary Lineker er dýravinur.
Gary Lineker er dýravinur.
Mynd: Getty Images
Sparkspekingurinn Gary Lineker segir að stutt sé í að bestu leikmenn heims flykkist í ensku úrvalsdeildina. Deildin sé komin með bestu stjórana og leimennirnir eigi eftir að fylgja.

„Það mun hjálpa Manchester United að lokka til sín leikmenn að hafa Mourinho við stjórnvölinn. Að liðið sé ekki í Meistaradeildinni er samt stór mínus. United er samt enn risafélag og leikmenn geta horft á þetta sem tækifæri til að mæta og taka þátt í að byggja upp eitthvað árangursríkt. Þeir geta selt sig á þann hátt," segir Lineker.

Líklegt er að Zlatan Ibrahimovic fylgi Mourinho á Old Trafford og telur Lineker að fleiri risanöfn ættu að fylgja í deildina.

„Það eru að koma magnaðir stjórar í deildina. Guardiola til Manchester City og Conte tel Chelsea. Klopp er hjá Liverpool, Pochettino og Tottenham eru vaxandi og Arsenal hefur enn Wenger."

„Við erum ríkasta deild í heimi svo það er bara tímaspursmál hvenær allra stærstu stjörnur heimsfótboltans koma," segir Lineker sem segist hvað spenntastur að fylgjast með komu Pep Guardiola í deildina.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner