Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   fös 27. maí 2016 05:55
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Meistaradeildin um helgina - Madrídarslagur í úrslitum
Leikurinn í opinni dagsskrá
Real og Atletico Madrid eigast við úrslitum Meistaradeildarinnar í dag
Real og Atletico Madrid eigast við úrslitum Meistaradeildarinnar í dag
Mynd: Getty Images
Einn leikur fer fram í Meistaradeildinni um helgina, en það er sjálfur úrslitaleikurinn.

Eftir langa og stranga keppni fer úrslitaleikurinn sjálfur fram á San Siro í Mílanó á laugardagskvöld.

Liðin sem mætast eru ekki af verri gerðinni, en það eru Atletico og Real frá Madríd á Spáni. Um grannaslag er því að ræða, en liðin mættust einmitt í úrslitunum 2014 og þá hafði Real betur eftir dramatík og framlengingu.

Áhugavert verður að sjá hvernig leikurinn spilast, en liðin enduðu í 2. og 3. sæti spænsku deildarinnar á eftir meisturunum í Barcelona.

Laugardagur:
18:45 Real Madrid - Atletico Madrid (Stöð 2 Sport)

Hér að neðan má sjá svipmyndir úr úrslitaleiknum frá 2014, en Real hafði þar betur 4-1 eftir framlengdan leik.


Athugasemdir
banner
banner