Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fös 27. maí 2016 22:30
Jóhann Ingi Hafþórsson
Petr Cech sló met fyrrverandi leikmanns Manchester United
Petr Cech réði ekkert við Aron Einar Gunnarsson.
Petr Cech réði ekkert við Aron Einar Gunnarsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Petr Cech er orðinn leikjahæsti leikmaður tékkneska landsliðsins frá upphafi en hann spilaði með liðinu í dag gegn Möltu í vináttuleik.

Leikurinn var númer 119 í röðinni hjá markmanninum en Tékkland vann leikinn örugglega, 6-0.

Karel Poborsky var áður leikjahæsti leikmaður Tékka en hann gerði garðinn frægan með Manchester United á árum áður.

Cech hefur spilað í 14 ár með landsliðinu og spilaði hann sinn fyrsta leik árið 2002.
Athugasemdir
banner
banner