Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
banner
   fös 27. maí 2016 20:50
Jóhann Ingi Hafþórsson
Rooney og Rashford sáu um Ástrali
Marcus Rashford fagnar marki sínu í kvöld.
Marcus Rashford fagnar marki sínu í kvöld.
Mynd: Getty Images
England 2 - 1 Ástralía
1-0 Marcus Rashford ('3)
2-0 Wayne Rooney ('55)
2-1 Eric Dier, sjálfsmark ('75)

England hélt áfram undirbúning sínum fyrir EM í Frakklandi sem hefst von bráðar.

Þeir mættu þá Áströlum í vináttuleik á Stadium of Light í Sunderland.

Mörg augu beindust að Marcus Rashford, 18 ára framherja Manchester United en hann var að spila sinn fyrsta landsleik. Hann gerði sér lítið fyrir og var búinn að skora eftir aðeins þrjár mínútur þegar hann kláraði vel eftir undirbúning Raheem Sterling.

Það reyndist eina markið í fyrri hálfleik en það tók Wayne Rooney tíu mínútur að bæta við í seinni hálfleik, aftur eftir undirbúning Raheem Sterling.

Eric Dier, leikmaður Tottenham skoraði sjálfsmark þegar korter lifði leiks en England hélt út og vann, 2-1.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner