Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   fös 27. maí 2016 10:00
Magnús Már Einarsson
Saul til Man Utd?
Powerade
Saul Niguez er orðaður við Manchester United.
Saul Niguez er orðaður við Manchester United.
Mynd: Getty Images
Saido Mane er orðaður við Liverpool.
Saido Mane er orðaður við Liverpool.
Mynd: Getty Images
Lukaku er á leið aftur til Chelsea samkvæmt slúðrinu.
Lukaku er á leið aftur til Chelsea samkvæmt slúðrinu.
Mynd: Getty Images
Slúðurpakkinn frá Englandi í dag er mjög langur enda mikið í gangi í boltanum þar í landi.



Jose Mourinho fær tíu milljónir punda ári hjá Manchester United samkvæmt Daily Mirror en Daily Mail segir hann fá 15 milljónir. (Daily Mirror og Daily Mail)

Mourinho fær fimm milljónir punda í bónus ef hann vinnur Meistaradeildina með Manchester United og 2,5 milljónir punda ef hann vinnur ensku úrvalsdeildina. (Independent)

Mourinho vill fá að minnsta kosti fjóra leikmenn í sumar. Miðvörð, hægri kantmann, miðjumann og framherja. (Manchester Evening News)

Framtið Ryan Giggs hjá Manchester United er í óvissu en hann vill ekki fara í minna starf hjá félaginu. (Times)

Chelsea ætlar ekki að selja Willian til Manchester United (Evening Standard)

Joao Mario, miðjumaður Sporting Lisabon, segist ætla að einbeita sér að EM í sumar en hann hefur verið orðaður við Manchester United og Chelsea. (Daily Express)

United vill fá Cristiano Ronaldo frá Real Madrid en hann á ennþá hús á Englandi. (Daily Telegraph)

Manchester United ætlar að borga 54 milljónir punda til að fá Saul Niguez, miðjumann Atletico Madrid. (Independent)

Louis van Gaal var viss um að hann myndi halda áfram með Manchester United. Síðastliðinn sunnudag gaf hann leikmönnum og starfsfólki áætlun fyrir næsta tímabil, degi áður en hann var síðan rekinn. (Daily Mail)

Pep Guardiola er að kaupa Ilkay Gundogan til Manchester City frá Borussia Dortmund á 17,8 milljónir punda. (Manchester Evening News)

Guardiola hefur sagt forráðamönnum City að hann þurfi 200 milljónir punda fyrir átta nýjum leikmönnum til að geta barist um enska titilinn á ný. (Daily Mirror)

Yaya Toure hefur hafnað 30 milljóna punda samningum frá tveimur félögum í Kína. Hann vill heldur ekki fara til Inter. (Guardian)

Chelsea vonast til að geta keypt Romelu Lukaku frá Everton á 65 milljónir punda, tveimur árum eftir að hafa selt hann á 28 milljónir punda. (Daily Mirror)

Everton þyrfti að gera Ronald Koeman að einum launahæsta stjóranum í ensku úrvalsdeildinni til að krækja í hann. Koeman gæti tekið við Arsenal innan tveggja ára. (Liverpool Echo)

Everton er að íhuga að ráða Marc Overmars, fyrrum kantmann Arsenal, sem yfirmann fótboltamála en hann gegnir þeirri stöðu hjá Ajax í dag. (Daily Mirror)

Thibaut Courtois segist ekki vera á förum frá Chelsea þrátt fyrir áhuga Real Madrid og PSG. (Daily Express)

Antonio Conte, verðandi stjóri Chelsea, gæti selt Oscar frá félaginu. (Daily Telegraph)

Leicester er að fá varnarmanninn Luis Hernandez frítt frá Sporting Gijon. (Leicester Mercury)

Liverpool hefur snúið sér að Saido Mane, kantmanni Southampton, eftir að ljóst varð að Mario Gotze vill ekki fara frá Bayern. (Daily Star)

Swansea er að reyna að fá Markus Henriksen frá AZ Alkmaar en hann spilar framarlega á miðjunni. (South Wales Evening Post)

Dani Alves er á förum frá Barcelona til Juventus. (Daily Mirror)

Tottenham hefur hafið viðræður við Basel um kaup á framherjanum Bree Embolo en þessi 19 ára gamli leikmaður hefur skorað 21 mark í 61 deildarleik í Sviss. (Daily Express)

Georginio Wijnaldum er að íhuga framtíð sína hjá Newcastle en hann gæti farið til Roma á 12 milljónir punda. (Chronicle)

Roberto Di Matteo er að taka við Aston Villa. (Birmingham Mail)

Derby vill fá Nigel Pearson sem stjóra. (Times)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner