Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   fös 27. maí 2016 07:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Settur í bann fyrir að pota vísvitandi í augað á boltastrák
Alexis Garcia lék 25 landsleiki með Kólumbíu á sínum tíma
Alexis Garcia lék 25 landsleiki með Kólumbíu á sínum tíma
Mynd: Inverness
Kólumbíski þjálfarinn Alexis Garcia hefur verið dæmdur í þriggja leikja bann fyrir að pota vísvitandi í augað á boltastrák.

Garcia, sem stjórnar Independiente Santa Fe í heimalandinu, var óánægður með að boltastrákurinn skildi flýta sér að gefa boltann þegar andstæðingarnir í Nacional reyndu að jafna leikinn.

Hann segist þó aðeins hafa verið að benda í áttina að boltastráknum til þess að ná athygli dómarans á honum.

„Ég setti höndina út og strákurinn kom með andlitið sitt," sagði Garcia um atvikið.

Atvikið átti sér stað á 82. mínútu leiks Independiente Santa Fe og Nacional, en leiknum lauk með 1-0 sigri fyrrnefnda liðsins.

Dómari leiksins missti af því þegar Garcia potaði í auga boltastráksins, en eftir leikinn var tekið á þessu og Garcia var sendur í bann og sektaður um rúm 600 pund.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner