fös 27. maí 2016 15:13
Þórður Már Sigfússon
Solskjær hrósar íslenskum handboltaþjálfara: Bestur í heimi
Þurfum fleiri svona þjálfara í Noregi
Ole Gunnar Solskjær.
Ole Gunnar Solskjær.
Mynd: Getty Images
Ole Gunnar Solskjær er mjög hrifinn af þeim uppgangi sem á sér stað í íslensku íþróttalífi um þessar mundir og er á þeirri skoðun að norska íþróttahreyfingin eigi að horfa til eyjunnar í vestri, sérstaklega þegar kemur að uppbyggingu yngriflokkastarfs.

Hann þekkir nokkuð til íslenskra þjálfara en Njarðvíkingurinn Fannar Berg Gunnólfsson hefur þjálfað unglingalið Molde undanfarin ár og þá hefur dóttir Solskjærs verið undir handleiðslu Akureyringsins, Jónatans Magnússonar, hjá handboltaliði KH Kristiansund.

Honum finnst mikið til Jónatans koma og finnst miður að Íslendingurinn hafi ákveðið að halda heim á leið á ný en Jónatan mun að öllum líkindum þjálfa lið Akureyrar við hlið Sverre Jakobssonar á næstu leiktíð.

„Sjáið bara alla Íslendingana sem koma til Noregs. Þeir eru aldrei með neikvætt viðhorf,” sagði Solskjær í norsku blaðaviðtali.

„Í KHK nýtur dóttir mín leiðsagnar þjálfara, Jónatans Magnússonar, sem mér finnst besti handboltaþjálfari í heimi vegna þess hvernig hann lifir fyrir handboltann. Hann hefur alltaf tíma fyrir hverja stúlku og örugglega hvern dreng líka þar sem hann þjálfar öll liðin í klúbbnum. Nú er hann því miður á leiðinni til Íslands. Við þurfum fleiri svona týpur í Noregi,” sagði Solkjær ennfremur.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner