fös 27. maí 2016 07:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Yaya búinn að hafna tveimur risatilboðum frá Kína
Yaya Toure er opinn fyrir því að vera áfram hjá City
Yaya Toure er opinn fyrir því að vera áfram hjá City
Mynd: Getty Images
Yaya Toure, leikmaður Manchester City, er búinn að hafna tveimur 30 milljón punda tilboðum frá Kína, en hann segist einnig ekki vera áhugasamur að ganga til liðs við Inter.

Félögin tvö frá Kína sem um ræðir eru Shanghai SIPG og Jiangsu Suning, fyrrum félag Viðar Arnars Kjartanssonar og Sölva Geirs Ottesen.

Fyrsti kostur Toure er að vera áfram í ensku úrvalsdeildinni, en hann segist vera opinn fyrir því að vera áfram hjá Man. City. Hann á eitt ár eftir af samningi sínum hjá félaginu og því gæti hann verið áfram.

Pep Guardiola tekur við Man. City 1. júlí og þrátt fyrir að Spánverjinn hafi selt Toure frá Barcelona til City fyrir sex árum, þá hefur Toure ekkert á móti Guardiola.

Þrátt fyrir að hafa orðið 33 ára í síðasta mánuði, trúir Toure því að hann geti áfram spilað á hæsta stigi. Eldri bróðir Yaya, Kolo er 35 ára og hefur spila reglulega með Liverpool á síðustu tímabilum og byrjaði meðal annars í úrslitaleik Evrópudeildarinnar gegn Sevilla í síðustu viku.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner