Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   lau 27. maí 2017 16:07
Ívan Guðjón Baldursson
1. deild kvenna: HK/Víkingur á toppnum - Fyrsti sigur ÍR
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
HK/Víkingur er áfram með fullt hús stiga á toppi 1. deildar kvenna eftir góðan sigur á Skagakonum.

Mikil spenna var á lokakafla leiksins þegar Margrét Sif Magnúsdóttir tvöfaldaði forystu gestanna, nokkrum sekúndum áður en heimamenn minnkuðu aftur muninn með tveimur snertingum frá miðjusparkinu.

Boltinn var sendur til baka frá miðju og honum dúndrað langt fram á Mareni Leósdóttur sem vann skallaeinvígi og tókst að skora þannig.

Sex mínútum síðar misstu gestirnir Margréti Evu Sigurðardóttur af velli en ekki tókst heimamönnum að jafna gegn toppliðinu.

ÍR fékk þá sín fyrstu stig á tímabilinu á meðan Keflavík tapaði sínum fyrstu stigum.

Keflavík 1 - 3 ÍR
0-1 Aníta Björk Axelsdóttir ('14)
1-1 Katla María Þórðardóttir ('57)
1-2 Sandra Dögg Bjarnadóttir ('71)
1-3 Hafdís Erla Valdimarsdóttir ('85)

ÍA 1 - 2 HK/Víkingur
0-1 Milena Pesic ('29)
0-2 Margrét Sif Magnúsdóttir ('80)
1-2 Maren Leósdóttir ('80)
Rautt spjald: Margrét Eva Sigurðardóttir, HK/Víkingur ('86)
Athugasemdir
banner
banner