Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   lau 27. maí 2017 20:30
Ívan Guðjón Baldursson
Balague: Alaves vann Barca á Nývangi
Mynd: Getty Images
Knattspyrnusérfræðingurinn Guillem Balague hefur trú á því að Alaves geti staðið vel í Börsungum í úrslitaleik spænska Konungsbikarsins í kvöld.

Luis Enrique stýrir Barca í síðasta sinn þegar liðin mætast, en Börsungar töpuðu fyrir Juventus í Meistaradeildinni og enduðu í 2. sæti spænsku deildarinnar með 90 stig, þremur stigum frá Real Madrid.

Alaves eru nýliðar í spænsku efstu deildinni og enduðu í 9. sæti á tímabilinu, með 55 stig úr 38 leikjum.

„Það sást þegar liðin mættust á Nývangi og Alaves hafði betur með tveimur mörkum gegn einu að þetta eru engir áhugamenn," skrifar Balague fyrir Sky Sports.

„Mauricio Pellegrini útskýrði hvernig Alaves tókst að stöðva Börsunga, þeir spila með fimm manna varnarlínu, loka miðjunni gífurlega vel og eru eldsnöggir að snúa vörn í sókn."
Athugasemdir
banner
banner
banner