Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   lau 27. maí 2017 20:02
Ívan Guðjón Baldursson
Conte: Fyrsta markið átti aldrei að standa
Mynd: Getty Images
Antonio Conte var ekki sáttur með dómaraákvarðarnir í 2-1 tapi Chelsea gegn Arsenal í úrslitaleik FA bikarsins.

Conte er ósáttur með fyrsta mark leiksins og rauða spjaldið sem Victor Moses fékk fyrir leikaraskap.

„Mér fannst fyrsta markið mjög skrítið, en við byrjuðum illa og spiluðum ekki vel fyrstu 25 mínúturnar. Við spiluðum mun betur í síðari hálfleik en rauða spjaldið endaði á að gera herslumuninn," sagði Conte svekktur að leikslokum.

„Arsenal byrjaði mjög vel og þeir komu okkur á óvart með kraftinum sem þeir sýndu fyrstu 25 mínúturnar en fyrsta markið þeirra átti ekki að standa útaf hendi. Það skiptir engu máli hvort Ramsey hafi verið rangstæður eða ekki, það átti að dæma hendi fyrir það.

„Þegar við vorum byrjaðir að spila uppá okkar besta ákveður dómarinn að gefa þetta rauða spjald. Þetta er svekkjandi tap eftir stórkostlegt tímabil."

Athugasemdir
banner
banner
banner