banner
   lau 27. maí 2017 19:18
Ívan Guðjón Baldursson
Courtois: Moses þarf ekki að biðjast afsökunar
Mynd: Getty Images
Belgíski markvörðurinn Thibaut Courtois segir Arsenal hafa átt skilið að sigra þó að fyrsta mark leiksins hafi aldrei átt að standa.

Alexis Sanchez kom sínum mönnum yfir strax á fjórðu mínútu eftir ansi furðulega sókn þar sem Alexis fékk bolta í hönd og Aaron Ramsey var í rangstöðu, án þess að snerta knöttinn.

„Auðvitað erum við svekktir en Arsenal spilaði mjög góðan leik og ég vil óska þeim til hamingju með bikarinn," sagði Courtois að leikslokum.

„Fyrsta markið átti samt aldrei að standa. Það var augljóslega hendi á Alexis og svo hafði Ramsey áhrif á leikinn í rangstöðu.

„Eftir markið reyndum við að jafna en þeir gáfu ekkert eftir og áttu skilið að vinna.

„Rauða spjaldið var réttur dómur, en mér finnst ekki eins og Victor Moses þurfi að biðjast afsökunar."

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner