Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   lau 27. maí 2017 10:25
Útvarpsþátturinn Fótbolti.net
Grétar Sigfinnur, Davíð Kristján og halló Akureyri í útvarpinu í dag
Við gefum á gestalista á leik Fjölnis og Stjörnunnar sem verður á sunnudagskvöld.
Við gefum á gestalista á leik Fjölnis og Stjörnunnar sem verður á sunnudagskvöld.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Íslenski boltinn verður allsráðandi í útvarpsþættinum Fótbolti.net á X-inu FM 97,7 í dag laugardag milli 12 og 14.

Elvar Geir Magnússon og Benedikt Bóas Hinriksson stýra stuðinu úr hljóðveri en þeir verða í beinu sambandi við Akureyri þar sem Tómas Þór Þórðarson verður staddur. Hann er að fara að starfa fyrir Stöð 2 Sport á leik KA og Víkings R. sem hefst um leið og þættinum lýkur.

Hitað verður vel upp fyrir 5. umferðina, Grétar Sigfinnur Sigurðarson sérfræðingur þáttarins skoðar leikina og helstu fréttir. Sérstaklega verður rætt um stórleik KR og FH.

Í samstarfi við Fjölnismenn bjóðum við heppnum hlustendum á leik Fjölnis og Stjörnunnar sem verður á sunnudagskvöld.

Þá verður Davíð Kristján Ólafsson, leikmaður Breiðabliks, á línunni en Blikar spila gegn Víkingi Ólafsvík á sunnudagskvöld. Það er fyrsti leikur liðsins undir stjórn Milos Milojevic.

Inkasso-deildin verður einnig til umfjöllunar. Magnús Már Einarsson fer yfir það helsta sem er í gangi þar.

Útvarpsþátturinn Fótbolti.net er á X-inu alla laugardaga kl. 12-14. Umsjónarmenn þáttarins eru Tómas Þór Þórðarson og Elvar Geir Magnússon. Hægt er að finna þá á X samfélagsmiðlinum undir @tomthordarson og @elvargeir.

Smelltu hér til að hlusta á upptökur úr eldri þáttum.

Þú getur hlustað á X-ið á netinu með því að smella hérna

Athugasemdir
banner
banner
banner