Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
Jökull: Pirrandi leikur
Hetja HK kíkir ekkert niður í bæ: Ekkert mikið að gera þar miðað við í London
Hrannar Bogi eftir hetjulega frammistöðu Augnabliks: Við nálgumst leiki alltaf alveg eins
Fékk afmælisgjöf fyrir leikinn: Ég fékk Þróttaratrefil og nokkrar Stellur
Nýir tímar í Laugardalnum - „Finnst bara tilvalið að með því fylgi nýtt merki“
Haukur Páll: Ekki spurning um að koma mönnum fyrir
Heimir Guðjóns: Hefði verið gult spjald í fyrra
Gylfi Þór: Skrítið að spila gegn liði sem ég var hjá í 10 ár
Úlli: Fékk held ég nóg af liðsfélögum sínum
Bjarni Jó: Nýttum færin okkar illa
Gunnar Magnús: Alsæll þrátt fyrir að það hafi endað í jafntefli
Ólafur Kristjáns: Ekki hægt að gera neitt við því núna
Kristján Guðmunds: Munum rífa okkur í gang eftir þetta
John Andrews: Gæti ekki verið stoltari
Nik: Vigdís hefur staðið sig vel sem framherji
Glenn: Komum hingað með því hugarfari að vinna leikinn
Vigdís Lilja: Ætla að spila frammi í sumar og skora eins mikið og ég get
Sáttur Arnar Gunnlaugs: Erum að senda ágæt skilaboð til liðanna í deildinni
Höskuldur brattur eftir leik: Maður verður að jafna sig hratt á þessu
Elskar stóru leikina - „Vona að fólk viti að þeir kitla mig.“
banner
   lau 27. maí 2017 18:11
Valgerður Stella Kristjánsdóttir
Gummi Guðjóns: Að mínu viti nokkuð sannfærandi sigur
Guðmundur Guðjónsson, þjálfari ÍR
Guðmundur Guðjónsson, þjálfari ÍR
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
ÍR-ingar nældu í fyrstu stigin sín í sumar á sterkum útivelli í Keflavík. Guðmundur þjálfari ÍR hafði þetta um það að segja:

Lestu um leikinn: Keflavík 1 -  3 ÍR

„Tilfinningin er virkilega góð, við erum að koma hérna á einn erfiðasta útivöllinn í deildinni og að hirða þrjú stig og að mínu viti bara nokkuð sannfærandi. Þó það hafi legið svolítið á okkur þá var það partur af prógramminu.“

„Við erum búin að spila það oft við þetta Keflavíkurlið að við erum farnar að þekkja þær vel, við vitum hvar stykleikar þeirra liggja. Þær eru með virkilega sprækar, öflugar stelpur en þær þrífast svolítið á plássi fyrir aftan vörnina og við buðum bara ekki upp á neitt pláss fyrir aftan vörnina. Lágum aftarlega, sóttum hratt og skoruðum þrjú bara frábær mörk.“

Eva Ýr markmaður ÍR-inga stóð eins og klettur í markinu og tók allt sem kom á hana fyrir utan eitt óverjandi skot sem endaði með marki.

„Það er frábært að hafa hana þarna aftast, það er góð og gild ástæða að við lögðum hart að henni að koma til okkar og sóttum stíft að fá hana og hún er að sýna af hverju við vorum að því.“
Athugasemdir
banner
banner