banner
   lau 27. maí 2017 18:13
Magnús Már Einarsson
Hafsteinn Briem á leið í tveggja leikja bann
Hafsteinn fær rauða spjaldið gegn Fjölni í fyrstu umferð.
Hafsteinn fær rauða spjaldið gegn Fjölni í fyrstu umferð.
Mynd: Raggi Óla
ÍBV tapaði 4-1 fyrir ÍA á heimavelli í Pepsi-deildinni síðdegis í dag. Auk tapsins þá urðu Eyjamenn fyrir áfalli á 80. mínútu þegar Hafsteinn Briem fékk sitt annað gula spjald og þar með það rauða.

Smelltu hér til að lesa um leikinn

Hafsteinn var þarna að fá sitt annað rauða spjald á tímabilinu en hann fékk einnig rautt gegn Fjölni í fyrstu umferð.

Þetta þýðir að Hafsetinn er á leiðinni í tveggja leikja bann í Pepsi-deildinni.

Eyjamenn verða því án Hafsteins í næstu leikjum gegn Val og KR.

Hafsteinn hefur verið í risastóru hlutverki í vörn ÍBV undanfarin ár en með hann innaborðs hafði liðið haldið hreinu í tveimur sigurleikjum í röð áður en kom að leiknum í dag.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner