Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   lau 27. maí 2017 18:14
Ívan Guðjón Baldursson
Ítalía: Táningur gerði sigurmark Juve í lokaumferðinni
Moise Kean er fæddur árið 2000.
Moise Kean er fæddur árið 2000.
Mynd: Getty Images
Juventus lýkur deildartímabilinu með 91 stig, jafn mörg og liðið hlaut í fyrra, eftir sigurmark á 94. mínútu gegn Bologna.

Moise Kean, 17 ára sóknarmaður, kom inn af bekknum undir lok leiksins og gerði sigurmarkið.

Kean er talinn gríðarlega mikið efni og hefur gert 13 mörk í 26 landsleikjum fyrir yngri lið Ítala.

Atalanta lagði þá Chievo að velli með einu marki gegn engu og mun spila í riðlakeppni Evrópudeildarinnar næsta haust.

Bologna 1 - 2 Juventus
1-0 Sergio Taider ('52)
1-1 Paulo Dybala ('70)
1-2 Moise Kean ('94)

Atalanta 1 - 0 Chievo
1-0 Alejandro Gomez ('52)
Athugasemdir
banner
banner
banner