Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   lau 27. maí 2017 22:30
Alexander Freyr Tamimi
Mourinho: Undir Woodward komið að kaupa Griezmann
Griezmann er á óskalista Mourinho.
Griezmann er á óskalista Mourinho.
Mynd: Getty Images
Jose Mourinho, stjóri Manchester United, segir að hann hafi látið alla ábyrgðina á leikmannakaupum í sumar í hendur framkvæmdastjórans Ed Woodward.

Franski landsliðsmaðurinn Antoine Griezmann er sagður vera efstur á óskalista Mourinho, sem vill fá fjóra heimsklassa leikmenn í sínar raðir í sumar að sögn Sky Sports.

Griezmann hefur sjálfur gefið í skyn að það séu meiri líkur en minni á að hann endi á Old Trafford. Þegar Mourinho var spurður út í líkurnar á að landa Griezmann sagði hann að þetta væri undir Woodward komið.

„Ég hef enga hugmynd. Þú verður að spyrja Ed Woodward. Hann hefur vitað síðan í mars hvern ég vil, hvað ég vil, hversu mikið ég vil," sagði Mourinho.

„Núna þarf hann að vinna að þessu því hann fær frí í ágúst og þá verð ég vinnandi maður."
Athugasemdir
banner
banner