Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 27. maí 2017 23:30
Ívan Guðjón Baldursson
Pogba meðal bestu leikmanna tímabilsins
Mynd: Getty Images
Tölfræðivefsíðan WhoScored.com heldur utan um alla tölfræði í helstu deildum Evrópu, þar á meðal enska boltanum.

Nú er enska tímabilinu lokið og samkvæmt vefsíðunni var Eden Hazard bestur með 7.81 í meðaleinkunn. Þar á eftir kemur Alexis Sanchez með 7.76.

Paul Pogba og Harry Kane koma næstir þar á eftir með 7.72 og 7.68, en hér fyrir neðan er hægt að sjá draumalið tímabilsins í boði WhoScored.

Draumaliðið (4-4-2):
Jordan Pickford (Sunderland) 7.0
Antonio Valencia (Man Utd) 7.2
Nicolas Otamendi (Man City) 7.5
Virgil van Dijk (Southampton) 7.4
James Milner (Liverpool) 7.3
Roberto Firmino (Liverpool) 7.5
Paul Pogba (Man Utd) 7.7
Kevin De Bruyne (Man City) 7.5
Eden Hazard (Chelsea) 7.8
Harry Kane (Tottenham) 7.7
Alexis Sanchez (Arsenal) 7.8

Philippe Coutinho fékk 7.5, rétt eins og Christian Eriksen, Sadio Mane og Romelu Lukaku sem komust þó ekki í draumaliðið. Gylfi Þór Sigurðsson fær 7.25 í meðaleinkunn og N'Golo Kante 7.23.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner