Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   lau 27. maí 2017 19:08
Ívan Guðjón Baldursson
Ramsey: Auðvitað vil ég halda Wenger
Mynd: Getty Images
Aaron Ramsey vann enska bikarinn í þriðja sinn á fjórum árum með Arsenal er hann skoraði sigurmarkið gegn Chelsea í dag.

Ramsey vonar að Arsene Wenger verði áfram hjá félaginu þrátt fyrir þann fjölda stuðningsmanna sem vill sjá hann yfirgefa félagið.

„Ég get ekki lýst sigurvímunni sem ég er í núna, þetta tímabil er búið að vera mjög mikið upp og niður og við gátum ekki endað það betur," sagði Ramsey við BBC að leikslokum.

„Ég er sigurvegari aftur, ég elska þessa keppni. Strákarnir eiga þetta skilið og sérstaklega stjórinn.

„Auðvitað vil ég halda Wenger hjá Arsenal, hann á það skilið eftir allt sem hann hefur gert. Hann breytti uppstillingu liðsins á miðju tímabili og það virkaði, vonandi verður hann hérna til að halda áfram á næsta tímabili."

Athugasemdir
banner
banner