Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   lau 27. maí 2017 20:08
Ingvar Björn Guðlaugsson
Stefán Gísla: Það er mögnuð tölfræði
Stefán var svekktur með tap sinna manna í dag
Stefán var svekktur með tap sinna manna í dag
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Haukar lögðu land undir fót og heimsóttu Þór á Akureyri fyrr í dag. Lauknum leik með 2-1 sigri Þórsara og því stigalaus rútuferð framundan hjá Haukaliðinu. Stefán Gíslason, þjálfari Hauka, var að vonum ekki ánægður með úrslit leiksins.

„Svekktur að hafa tapað. Frammistaðan var þannig að sumt var allt í lagi og annað ekki í lagi. Verst er að við sleppum inn tveimur ódýrum mörkum. Þau koma bæði eftir að við erum með control á boltanum á eigin vallarhelmingi og okkur er refsað,“ sagði Stefán, aðspurður um fyrstu viðbrögð við leiknum.

Haukar hafa spilað fimm leiki í bikar og deild til þessa og tölfræði hvað varðar vítaspyrnur fengnar á sig er ótrúleg

„Við fáum á okkur enn eina vítaspyrnuna. 5 víti og 5 leikir. Það er mögnuð tölfræði,“

Haukar sitja í 8.sæti með 5 stig eftir fyrstu 4 umferðirnar.

„Vissulega finnst mér ekki mikið sem við þurfum að laga, þó markmiðið hafi verið að vera með fleiri stig en þetta. Við þurfum að gera smá lagfæringar og rétta hluti af en engin ástæða til þess að panikka,“

„Björgvin er allur að koma til og verður vonandi klár í næsta leik. Baldvin fékk bara rautt í síðasta leik og er með í næsta,“ sagði Stefán aðspurður um þá leikmenn sem verið hafa fjarverandi. Fréttaritari viðurkennir þrjótshátt en spurningin var vissulega hvenær Baldvin kæmi til baka úr meiðslum.

Haukar fá Gróttu í heimsókn í næstu umferð á Gamanferðavöllinn að Ásvöllum föstudaginn 2.júní.


Athugasemdir
banner
banner
banner