Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 27. maí 2017 08:30
Dagur Lárusson
Stjórnarformaður Burnley: Vitum að Dyche er eftirsóttur
Sean Dyche er eftirsóttur.
Sean Dyche er eftirsóttur.
Mynd: Getty Images
Stjórnarformaður Burnley, Mike Garlick, segir að félagið sjálft verði alltaf að halda áfram að bæta sig vilji það halda í stjóra liðsins, Sean Dyche.

Sean Dyche hefur orðið eftirsóttari með hverju árinu sem að líður með Burnley og áttar Garlick sig á því. Þess má geta að Dyche var tilnefndur sem stjóri ársins í ensku úrvaldsdeildinni.

„Ef að okkur gengur vel þá er það einungis venjulegt að hann skuli vera eftirsóttur af öðrum liðum”, sagði Garlick.

„Við verðum að sjá til þess að við höldum hungrinu og höldum áfram að bæta okkur sem félagið og voandi mun það halda honum hjá okkur”.

Mike Garlick segir að það sé mikilvægt að bæta árangur liðsins frá þessari leiktíð, á næstu leiktíð.

„Við verðum að líta fram á við og bæta þennan árangur. Að halda okkur í deildinni er alltaf forgangsatriði. En ef maður lítur á deildina fyrir fjórum vikum, það hefði hvað sem er getað gerst”,
Athugasemdir
banner
banner
banner